Ársskýrsla Íslandsstofu
2022


Ávarp formanns og framkvæmdastjóra
Sjálfbær vöxtur til framtíðar
Ímynd og traust eru huglægir þættir sem munu skipta miklu máli fyrir öflun útflutningstekna í framtíðinni. Við eigum greiðari leið inn á markaði og sækjum hærri verð fyrir okkar afurðir í krafti jákvæðrar ímyndar landsins og þess mikla trausts sem til okkar er borið, sem hyggin og ábyrg þjóð.

Útflutningur
Áherslur í útflutningi
Starfsemi Íslandsstofu miðar við sex áherslugreinar í útflutningi. Mikil fjölbreytni og umsvif einkenndu síðastliðið ár, öflugt markaðsstarf var unnið að venju og ný markaðsverkefni litu dagsins ljós. Hér má skoða starfsemi Íslandsstofu á árinu fyrir áherslurnar sex.

Markaðsverkefni
Markaðsstarfið
Á árinu 2022 var unnið ötult markaðsstarf, bæði þvert á áherslur og fyrir einstakar útflutningsgreinar. Stærsta verkefnið er Ísland - Saman í sókn sem hefur þann tilgang að auka eftirspurn eftir íslenskri ferðaþjónustu, styrkja ímynd Íslands sem áfangastaðar og viðhalda samkeppnisstöðu íslenskrar ferðaþjónustu og annarra útflutningsgreina.

Þjónusta
Þjónustuframboð
Íslandsstofa býr að víðtæku neti sérfræðinga Íslandsstofu, auk viðskiptafulltrúa utanríkisþjónustunnar, erlendra ráðgjafa, og þjónustu viðskiptafulltrúa á vegum Business Sweden. Íslandsstofa starfar í samræmi við samþykkta stefnu stjórnvalda um beinar erlendar fjárfestingar. Heimstorg Íslandsstofu miðlar sérþekkingu og leiðbeiningum um samstarf í þróunarlöndum.

Sjálfbærni
Sjálfbærni og loftslagsmál
Íslandsstofa leggur áherslu á að vera til fyrirmyndar í umhverfis- og loftslagsmálum. Hugað er að sjálfbærni í öllum störfum á vegum Íslandsstofa og unnið eftir metnaðarfullum stefnum um umhverfis- og loftslagsmál og sjálfbærni. Birtar eru upplýsingar samkvæmt UFS viðmiðum Nasdaq um sjálfbæran rekstur til þess styðja við skuldbindingar Íslandsstofu á þessu sviði.