8. apríl 2024

Knittable sigrar í forkeppni Creative Business Cup á Íslandi

Bryndís Alexandersdóttir, Nanna Einarsdóttir, Sigríður Heimisdóttir, Haukur Guðjónsson og Hrönn Greipsdóttir.

Bryndís Alexandersdóttir frá Íslandsstofu, Nanna Einarsdóttir frá Knittable, Sigríður Heimisdóttir frá Hugvit og hönnun, Haukur Guðjónsson frá Sundra og Hrönn Greipsdóttir frá NSA

Forkeppni Creative Business Cup á Íslandi var haldin þann 5. apríl í Grósku í boði Klak og Íslandsstofu. Vinningshafar fara fyrir hönd Íslands til Kaupmannahafnar og keppa í lokakeppninni í boði Íslandsstofu.

Vinningshafinn í ár var Knittable og var það Nanna Einarsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem tók við verðlaununum. Að sögn Nönnu er Knittable - eða Lykkjustund „bylting í prjónaheiminum sem opnar nýjar dyr fyrir frábærar hönnunarhugmyndir og auðveldar prjónurum mikið sem vilja eða nenna ekki að vera að reikna út sömu hlutina aftur og aftur."

Það voru sex fyrirtæki sem tóku þátt að þessu sinni og voru hver öðru frambærilegri:

Í pallborði og dómnefnd sátu:

- Haukur Guðjónsson, stofnandi Sundra og sem keppti fyrir hönd Íslands í Creative Business Cup 2023
- Hrönn Greipsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins
- Sigríður Heimisdóttir, hönnuður hjá Hugvit og hönnun

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá viðburðinum.

Knittable sigrar í forkeppni Creative Business Cup á Íslandi

Sjá allar fréttir