Ljósmynd

Markaðsverkefni

Seafood from Iceland

Seafood from Iceland

Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa sameinast undir slagorðinu Seafood from Iceland til að auka útflutningsverðmæti með einu upprunamerki.

Jákvæðni gagnvart íslenskum sjávarafurðum

Meginmarkmið Seafood from Iceland verkefnisins er að auka virði og útflutningsverðmæti með því að auka vitund og bæta viðhorf markhóps gagnvart íslenskum sjávarafurðum. Verkefninu er einnig ætlað að kynna íslenskan uppruna og auka jákvæðni til íslenskra sjávarafurða. Markaðssvæði verkefnisins eru þrjú: Bretland, Frakkland og Suður Evrópa.

Um 30 íslensk fyrirtæki eru aðilar að Seafood from Iceland verkefninu, auk SFS og Íslandsstofu. Íslandsstofa sér um framkvæmd verkefnisins samkvæmt samningi milli Íslandsstofu og SFS. Íslandsstofa mælir umfang og árangur markaðsverkefnisins eins og við á ásamt ánægju og viðhorfi samstarfsaðila til þess.

Samstarf í Suður Evrópu

Íslenskur saltfiskur hefur lengi notið vinsælda í Suður-Evrópu. Bacalao de Islandia er markaðsverkefni sem Íslandsstofa og Íslenskir saltfiskframleiðendur (ÍSF) höfðu frumkvæði að árið 2013 til kynningar á söltuðum þorskafurðum á Spáni, Portúgal og Ítalíu, og hefur fest sig í sessi síðan. Frá og með 2019 er þetta verkefni hluti af Seafood from Iceland. Ávinningur af þessu markaðssamstarfi felst í meiri slagkrafti í kynningu og samhæfingu aðila á markaði í harðnandi samkeppni.

rich text image

Tilgangur verkefnisins er að bæta samkeppnisstöðu og auka útflutningsverðmæti saltaðra þorskafurða frá Íslandi. Markmiðið er að vekja athygli á íslenskum uppruna og sérstöðu sem tengist gæðum og hreinleika og efla þannig orðspor og ímynd íslensks saltfisks enn frekar í huga kaupenda og festa í sessi núverandi og nýja neytendur.

Smakkaðu og deildu leyndarmálum íslenska þorsksins

Fjöldi íslenskra fyrirtækja með mikla reynslu og þekkingu á framleiðslu, sölu og markaðssetningu íslenskra saltfiskafurða taka þátt í verkefninu. Fyrirtækin taka ríkan þátt í mótun á áherslum og val á markaðsaðgerðum. Slagorð verkefnisins er „Smakkaðu og deildu leyndarmálum íslenska þorsksins" og er lögð áhersla á gæði, ferskleika og ábyrgar fiskveiða í allri kynningu. Undanfarin ár hefur áhersla verið lögð á eftirtaldar aðgerðir.

rich text image

Samstarf við matreiðslumenn

Síðan 2015 hefur þróast samstarf með matreiðsluskólum, enda um mikilvægan hóp að ræða. Íslenskur saltfiskur þannig verið kynntur fyrir upprennandi kokkum í hverju landi fyrir sig, með aðstoð þarlendra meistarakokka. Fram hafa farið kynningar, keppnir og jafnvel heimsóknir til Íslands.

Verkefnið á sér öfluga málsvarsmenn á öllum mörkuðum, matreiðslumenn sem hafa komið að kynningum fyrir verkefnið á ýmsum vettvangi í gegnum árin. Þetta eru kokkar sem þekkja afurðina og upprunann, auk grunnskilaboða verkefnis. Þeir hafa einnig lagt til uppskriftir sem nýtast þeim sem vilja prófa sig áfram með heimaeldamennsku.

Seafood from Iceland