technology background

Útflutningsgreinar

Hugvit og tækni

Hugvit og tækni

Gerum hugvit, nýsköpun og tækni að burðarásum verðmætasköpunar og gerum Ísland að eftirsóttum stað til rannsókna, þróunar, og fjárfestinga.

technology foreground

2x

aukning á útflutningstekjum frá 2013

71%

fyrirtækja sjá fram á vöxt

41%

fjölgun stöðugilda

800

sérfræðingar óskast

Hugvit er óþrjótandi auðlind

Íslendingar hafa sett sér metnaðarfull markmið um hlut hugvits í hagvexti til framtíðar. Fyrir því liggja einfaldar ástæður. Aukning útflutningstekna framtíðar þarf fyrst og fremst að vera knúinn af útflutningsgreinum sem byggja á hugviti fremur en greinum sem byggja á náttúrulegum auðlindum þar sem vexti eru takmörk eru sett.

Markmiðin krefjast starfsfólks ​og fjárfestingar

Sjálfbærni, þekking, nýsköpun, aukin fjölbreytni og virðisauki eru lykilhugtökin í stefnu stjórnvalda og atvinnulífs um nýfjárfestingar í íslensku atvinnulífi.

Til að tækni- og hugverkaiðnaður fái dafnað hér á landi og nái þeim markmiðum sem honum hafa verið sett er þörf fyrir umtalsverða aukningu sérmenntaðs vinnuafl sem sækja þarf út fyrir landsteinanna. Að sama skapi er mikil þörf fyrir aukna erlenda fjárfestingu innan greinarinnar. Í báðum tilfellum á Ísland í harðri samkeppni um þessi gæði við önnur lönd.

Aukum vitund um Ísland fyrir fólk og fyrirtæki

Í viðhorfsmælingum sem Íslandsstofa framkvæmir kemur fram að Ísland stendur lakar en önnur Norðurlönd þegar kemur að nútímalegum innviðum, sterku atvinnulífi og nýsköpun. Aukin þekking á landinu eykur samkeppnishæfni og auðveldar okkur að laða að vinnuafl, fjárfestingu og efla hagvöxt.

Markaðsstarf Íslandsstofu miðar að því að auka vitund um Ísland sem ákjósanlegan stað til búa, mennta sig og starfa, ekki síður en til rannsókna, þróunar, og fjárfestinga.

Aðgerðir á markaði

Verkefni á sviði hugvits og tækni

feature image

Reykjavik Science City

Hugvit, nýsköpun og tækni verða burðarásar í verðmætasköpun Íslendinga. Þetta er markmið starfsins í Vísindaþorpinu í Vatnsmýri eða Reykjavik Science City sem kynnt var formlega í nóvember 2021.


Tilgangur verkefnisins er að stuðla að því að Ísland verði eftirsóttur staður til rannsókna, þróunar og fjárfestinga auk þess að laða erlend fyrirtæki og sérfræðinga til landsins.

Sjá vef Reykjavik Science City

feature image

Íslensk vaxtarfyrirtæki á uppleið

Niðurstöður könnunar Íslandsstofu sem gerð var meðal fyrirtækja á sviði hugvits og tækni gefa ástæðu til bjartsýni. Útflutningstölur fyrir árið 2020 sýndu að vægi útflutningstekna á sviði hugvits og tækni hefur aukist úr 7% í 15%. Þegar könnunin var framkvæmd á ný árið 2021 kom í ljós að fyrirtækin gera ráð fyrir áframhaldandi vexti og flest hyggjast þau fjölga starfsgildum á árinu 2022.

Lesa meira

Skráðu þig á póstlistann
Hugvit og tækni