31. maí 2024

Opið fyrir skráningar á Seafood Expo 2025 í Boston

Bás Íslandsstofu á Boston Seafood 2024

Frá sjávarútvegssýningunni í Boston í mars 2024 þar sem fulltrúar hátt í 50 íslenskra fyrirtækja tóku þátt.

Íslandsstofa kallar eftir skráningum fyrir sjávarútvegssýninguna Seafood Expo North America sem fer fram dagana 16. - 18. mars 2025 í Boston.  

Sýningin er sú stærsta sinnar tegundar í Norður Ameríku og er góður vettvangur fyrir viðskipti, tengslamyndun og til að fylgjast með þróun markaðarins. Síðustu sýningu sem fór fram í mars á þessu ári sóttu fulltrúar hátt í 50 íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja.   

Eins og áður mun Íslandsstofa skipuleggja svæði undir hatti Íslands á góðum stað í sýningarhöllinni. Sú breyting verður gerð frá fyrri sýningum að hvert og eitt þátttökufyrirtæki mun hafa til umráða afmarkað svæði innan þjóðarbássins.

Kostnaður og skráning:

Kostnaður við þátttöku veltur á stærð svæðisins en grunnverðið er frá 1.700.000 kr. Innifalið í grunnverði eru fundarborð, fjórir stólar, prentun á veggi og aðgangsmiðar fyrir a.m.k. tvo starfsmenn. Þátttökufyrirtæki hafa jafnframt aðagang að sameiginlegri geymslu með kaffivél og tilheyrandi.  

Í aðdraganda sýningarinnar og á meðan sýningu stendur geta þátttökufyrirtæki nýtt sér þjónustu viðskiptafulltrúa Íslands í New York, Einars Hansen Tómassonar, og sendiherra Íslands í Kanada, Hlyns Guðjónssonar.  

Þar sem pláss er takmarkað á þjóðarbásnum er mikilvægt að hafa samband sem fyrst eða í síðasta lagi 20. júní nk.  

Frekari upplýsingar veitir Björgvin Þór Björgvinsson, bjorgvin@islandsstofa.is

Opið fyrir skráningar á Seafood Expo 2025 í Boston

Sjá allar fréttir