14. nóvember 2023
Verðmæti íslenskra sjávarafurða stóraukist í Norður Ameríku

Íslandsstofa skipuleggur sameiginlegt sýningarsvæði íslenskra fyrirtækja á sjávarútvegssýningunni í Boston í mars 2024. Opið er fyrir umsóknir.
Sjávarútvegssýningin Seafood Expo North America fer fram í Boston dagana 10. – 12. mars 2024. Íslandsstofa hefur umsjón með þjóðarbás Íslands og skipuleggur sameiginlegt sýningarsvæði íslenskra fyrirtækja á sýningunni. Þar býðst framleiðendum sjávarafurða og útflytjendum á Íslandi þjónusta og aðstoð við kynningarstarf. Sýningin er sú stærsta í Norður Ameríku og koma 77% gesta þaðan, 8% koma frá Evrópu og Asíu og 5% frá Suður Ameríku.
Hér má nálgast lista yfir lykil kaupendur sem mættu á sýninguna í ár.
Mikil aukning hefur verið í útflutningi sjávar- og eldisafurða frá Íslandi til Bandaríkjanna á síðustu árum.
Á milli áranna 2021 og 2022 jókst útflutningsverðmæti sjávar- og eldisafurða til Bandaríkjanna og Kanada úr 45 ma. ISK í 58,5 ma. eða um 30%.
Bandaríkin eru stærsti markaðurinn fyrir íslenskan lax með um 22% markaðshlutdeild.
Bandaríkin eru næststærsti markaður Íslendinga fyrir fersk þorskflök og bita á eftir Frakklandi.
Kostnaður við þátttöku á sameiginlegu sýningarsvæði er 450.000 kr.
Áhugasamir eru beðnir um að skrá sig hér að neðan. Skráningarfrestur er til 30. nóvember.
Frekari upplýsingar veita Björgvin Þór Björgvinsson bjorgvin@islandsstofa.is og
María Björk Gunnarsdóttir, maria@islandsstofa.is