Markaðsupplýsingar

Viðskipta­samn­ingar

Viðskipta­samn­ingar

Greiðari leið út í heim

Viðskiptasamningar sem stjórnvöld Íslands gera við hin ýmsu ríki heimsins geta greitt götur í viðskiptum og fjárfestingum og auðveldað ferðalög um heiminn.

Megintegundum viðskiptasamninga er lýst hér að neðan og hægt er að nálgast yfirlit þeirra samninga sem gerðir hafa verið með því að smella á viðeigandi hlekk.

Fríverslunarsamningar stuðla að tollfrelsi í viðskiptum milli landa.

Tvísköttunarsamningar tryggja að fyrirtæki séu ekki skattskyld í fleiri en einu ríki.

Fjárfestingasamningar tryggja flæði fjármagns og geta verið grundvöllur fjárfestinga íslenskra fyrirtækja erlendis.

Loftferðasamningar kveða að lágmarki á um gagnkvæmar heimildir til farþega- og farmflugs milli samningsríkja.