Fisheries Technology

Fisheries Technology er íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki sem hefur þróað upplýsingakerfi á sviði fiskveiðistjórnunar. Félagið hlaut styrk úr Heimsmarkmiðasjóði til innleiðingar á kerfinu í tveimur af sautján eyríkjum Karíbahafs, St. Kitts og Nevis

Starfsfólk Fisheries Technology býr yfir mikilli þekkingu á sviði eftirlits og hafrannsókna en fyrirtækið hefur um árabil annast þróun og rekstur núverandi upplýsingakerfa Fiskistofu og Hafrannsóknarstofnunar og notuð eru við fiskveiðistjórnun á Íslandi.

Vilhjálmur Hallgrímsson framkvæmdastjóri Fisheries Tehnology segir mikið í húfi þar sem íslenskt hugvit og sérfræðiþekking á sviði fiskveiðistjórnunar mun nýtast við atvinnuuppbyggingu smárra þróunarríkja í Karíbahafi. Með þessu er um leið stutt við nokkur heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, meðal annars um að draga úr fátækt, hungri og ábyrga neyslu og framleiðslu.

Vilhjálmur segir hér frá verkefninu í Karíbahafi ásamt Andreu Brown sem var verkefnisstjóri við innleiðingu kerfisins af hálfu St. Kitts og Nevis.

Sjá nánar um Heimsmarkmiðasjóð atvinnulífs um þróunarsamvinnu

Sjá meira