Ljósmynd

Viðskiptatækifæri í þróunarlöndum

Heims­mark­miða­sjóð­urinn

Heims­mark­miða­sjóð­urinn

Opið er fyrir umsóknir í Heimsmarkmiðasjóð atvinnulífs til samstarfsverkefna fyrirtækja í þróunarlöndum.

Utanríkisráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki í Heimsmarkmiðasjóð atvinnulífs vegna samstarfsverkefna í þróunarlöndum. 

Næsti umsóknarfrestur er til og með föstudeginum 15. mars 2024.

Sjóðurinn hentar fyrirtækjum í margvíslegum geirum sem leita viðskiptatækifæra í þróunarlöndum.Verkefni skulu jafnan styðja við áttunda heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæran hagvöxt og mannsæmandi atvinnutækifæri, auk þess að hafa tengingu við önnur heimsmarkmið sem Ísland leggur áherslu á í þróunarsamvinnu sinni. Virðing fyrir alþjóðlegum skuldbindingum, m.a. á sviði mannréttinda, umhverfis- og atvinnumála, skal ævinlega í heiðri höfð. Verkefnin  skulu unnin í samvinnu við aðila og í viðkomandi þróunarlandi.

Styrkfjárhæð getur numið allt að 30 m.kr.  yfir þriggja ára tímabil en getur ekki orðið meira en helmingur af heildarkostnaði verkefnis. Því þarf fyrirtækið og samstarfsaðilar þess í þróunarríkinu að leggja fram sama eða hærra framlag en styrkfjárhæðinni nemur svo sem í formi efnis, vinnu eða ráðgjafar.

Frekari upplýsingar um sjóðinn er að finna hér á Heimstorginu og hjá Svanhvíti Aðalsteinsdóttir

Heimsmarkmiðasjóður opið fyrir umsóknir

Sjá meira