Samstarf í þróunarlöndum
Heimstorg
Heimstorg
Heimstorg Íslandsstofu er upplýsinga- og samskiptagátt fyrir íslensk fyrirtæki sem leita viðskiptatækifæra í þróunarlöndum og víðar.

Á Heimstorgið er einnig hægt að sækja sérþekkingu, stuðning og leiðbeiningar um að hrinda hugmyndum í framkvæmd. Íslandsstofa hefur umsjón með rekstri Heimstorgsins á grundvelli þjónustusamnings við utanríkisráðuneytið.
Í baklandi verkefnisins eru sérfræðingar utanríkisráðuneytisins um atvinnulíf og þróunarsamvinnu, viðskiptaþjónustu, uppbyggingarsjóðir í Evrópu, þ.m.t. uppbyggingarsjóð EES, auk annarra samstarfssjóða milli stjórnvalda og atvinnulífs sem íslensk fyrirtæki hafa aðgang að. Jafnframt koma sérfræðingar annarra ráðuneyta og tengiliðir um fjölþjóðlegar fjármögnunarstofnanir að verkefninu.

Tækifæri í samstarfi
Heimstorgið var formlega opnað í mars 2021. Á Heimstorginu er haldið utan um þær leiðir sem fyrirtæki hafa til að njóta þjónustu og leiðsagnar hjá utanríkisþjónustunni, Stjórnarráðinu og eftir atvikum öðrum fyrirtækjum sem starfað hafa á svipuðum mörkuðum og stefnan er sett á.
Hægt að sækja góð ráð til starfsmanna verkefnisins um hvernig er farsælast að sækja um styrki til valinna verkefna.
Heimstorgið
Viltu vita meira?
Kynntu þér tækifærin.