rich text image

Viðskiptatækifæri á Indlandi - Heimsókn til þriggja fylkja

Forsvarsmönnum fyrirtækja áhugasömum um Indland býðst nú að heimsækja þrjú fylki í norð-austurhluta landsins á næstu vikum og kynna sér viðskiptatækifæri þar. Indversk stjórnvöld greiða fyrir ferðir frá Nýju-Delí til viðkomandi áfangastaða, uppihald og staðarkostnað.

Um er að ræða þrjár mismunandi þriggja daga ferðir;

1)      1. – 3. mars til Mizoram-fylkis
Áherslur: Urban planning, Infrastructure, Bamboo, Startups, Skill Development, Nursing and Paramedics

2)      15. – 17. mars til Sikkim fylkis
Áherslur: Tourism, Hospitality, Pharmaceutical and Organic Farming

 3)      4. – 6. apríl til Nagalands fylkis
Áherslur: Agriculture and Food Processing

Það er indverska viðskipta- og iðnaðarráðið (CII) í samvinnu við Íslensk-indversku viðskiptasamtökin (IIBA) í Nýju-Delí og viðkomandi fylkisstjórnir sem standa fyrir ferðunum. Um er að ræða verkefni innan ramma G20 formennsku Indverja, undir yfirskriftinni B20. Sjá nánar á vefsíðunni www.b20indianortheast.in.

Frekari upplýsingar veita viðskiptafulltrúi sendiráðs Íslands í Nýju-Delí (newdelhi@utn.is) og formaður Íslensk-indversku viðskiptasamtakanna (IIBA) (chairman.iiba@gmail.com), sem verða með í för.

Boðað verður til veffundar fyrir áhugasama þar sem ferðirnar eru kynntar betur. Vinsamlegast skráið áhuga hér fyrir neðan fyrir frekari upplýsingar og haft verður samband (skráningarfrestur til og með 26. febrúar 2023):

SKRÁNING

Sjá meira