Ljósmynd

Opið fyrir umsóknir

Nýsköpun og viðskipta­þróun á Grikklandi

Nýsköpun og viðskiptaþróun á Grikklandi

Uppbyggingarsjóður EES í Grikklandi auglýsir eftir umsóknum á sviði nýsköpunar og viðskiptaþróunar.

Uppbyggingarsjóður EES í Grikklandi auglýsir eftir umsóknum á sviði nýsköpunar og viðskiptaþróunar.

Um er að ræða síðasta áfangann í áætluninni „Business Innovation Greece“ sem miðar að því að þróa og örva samstarf Grikklands við Ísland, Liechtenstein og Noreg. Áætlunin leggur áherslu á grænar lausnir, bláa hagkerfið og upplýsingatækni.

Markmið með styrkveitingu er að styðja grísk fyrirtæki og stofnanir til að auka getu sína til viðskiptaþróunar með aðgerðum á borð við vinnustofur, þjálfun, námsferðir, ráðstefnur, greiningarvinnu o.fl.

Umsóknarfrestur: 10. maí 2023 - kl. 09:00 að íslenskum tíma (kl. 13:00 að grískum tíma)

Fjárhæð: Heildarfjárhæð styrkja nemur 1,000,000 evrum og geta verkefni hlotið allt að 200,000 EUR styrk

Fyrirkomulag: Fyrirkomulag styrkveitingar er þannig að fyrirtæki eða stofnun á Grikklandi sækir um styrkinn en semur við íslenskt fyrirtæki um samvinnu á verkefnatímanum. Íslensk fyrirtæki þurfa því að finna samstarfsaðila á Grikklandi til að eiga kost á þátttöku í verkefninu, en grískir umsóknar aðilar eru sérstaklega er hvattir til samstarfs með aðilum frá Íslandi, Liechtenstein og Noregi.

Sjá frekari upplýsingar um áætlunina

Sjá frekari upplýsingar um umsóknarferlið

ATH. Rafrænn fundur um umsóknarferlið fer fram 15. mars klukkan 10:00 að íslenskum tíma (12:00 á grískum tíma). 

Skráning á rafrænan fund

Fyrir frekari upplýsingar má nálgast hjá Rannís (kolfinna.tomasdottir@rannis.is) og verkefnastjóra Heimstorgsins (gunnhildur@islandsstofa.is)

Nýsköpun og viðskiptaþróun í Grikklandi

Sjá meira