rich text image

Íslenskum fyrirtækjum býðst að taka þátt í Ukraine Business Compact

Á ráðstefnunni stendur til að hleypa Ukraine Business Compact formlega úr vör en með því verður til vettvangur sem gefur atvinnulífinu færi á að lýsa yfir stuðningi og vilja til þátttöku í uppbyggingu og tækifærum í Úkraínu að afloknu stríðinu sem þar geisar.

Með undirskrift gengur fyrirtæki í raðir þúsunda annarra um allan heim sem vilja styðja við bata og uppbyggingu Úkraínu  framtíðarinnar – með því að nýta viðskiptatækifæri sem þar munu með tíð og tíma opnast, eiga í samstarfi, deila þekkingu o.fl.

Þegar hefur verið opnað fyrir þátttöku í UBC  – bæði í gegnum vefinn auk þess sem einnig er hægt að fylla út eyðublað og senda í t-pósti. Þá er einnig hægt að skrá sig á online fyrirtækjaviðburð UCR23 ráðstefnunnar.

Sjá nánar:

Fyrirspurnir berist Heimstorginu hér - eins má hafa samband við sendiráð Íslands í Lundúnum hér.

Sjá meira